18. feb. 2015

Síðasta sýningarvika á sýningunni Ertu tilbúin frú forseti?

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir síðasta sýningarvika á hinni vinsælli sýningu ,,Ertu tilbúin frú forseti?". Sýningin opnaði fyrir rúmu ári síðan og henni lýkur sunnudaginn 22. febrúar nk. Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.
  • Séð yfir Garðabæ

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir síðasta sýningarvika á hinni vinsælli sýningu ,,Ertu tilbúin frú forseti?".  Sýningin opnaði fyrir rúmu ári síðan og henni lýkur sunnudaginn 22. febrúar nk. Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti.  Hönnunarsafnið er opið alla daga (nema mánudaga) frá kl. 12-17. 

Sýningin Un Peu Plus opnaði á Safnanótt

Í innri sal safnsins í sýningarrýminu á efri hæð er hægt að skoða sýninguna Un Peu Plus - teikningar og skissur Helgu Björnssonar tískuhönnuðar -  sem opnaði á Safnanótt 6. febrúar sl.  Helga Björnsson starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París og hefur hannað búninga fyrir íslensk leikhús.  Mikil fjölbreytni er ríkjandi í verkum Helgu og sýningin varpar ljósi á krefjandi starf hönnuðar, sem starfar eftir hröðum takti tískunnar.

Sjá nánari upplýsingar um sýningar Hönnunarsafnsins á vef safnsins, www.honnunarsafn.is eða á fésbókarsíðu safnsins.