29. jan. 2015

Þorrinn blótaður á Ísafold

Fjölmenni var á þorrablóti hjúkrunarheimilisins Ísafoldar sem haldið var á bóndadaginn, föstudaginn 23. janúar sl. Mikil ánægja var meðal gesta sem kunnu vel að meta þorramatinn og rifjuðust upp margar góðar minningar frá liðinni tíð.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjölmenni var á þorrablóti hjúkrunarheimilisins Ísafoldar sem haldið var á bóndadaginn, föstudaginn 23. janúar sl. Mikil ánægja var meðal gesta sem kunnu vel að meta þorramatinn og rifjuðust upp margar góðar minningar frá liðinni tíð. Sólveig Þráinsdóttir sjúkraþjálfari á Ísafold var veislustjóri blótsins og lumaði hún á ýmsum skemmtilegum fróðleik sem tengdist þorranum. Systkinin Ragnar, Fríða og Guðbrandur Torfabörn stýrðu fjöldasöng, auk þess sem þau tóku bæði frumsamin lög og óskalög úr sal en þau eru börn Torfa Guðbrandssonar og Aðalbjargar Albertsdóttur íbúa á Ísafold. 

Hjúkrunarheimilið Ísafold er til húsa að Strikinu 3 í Sjálandshverfinu í Garðabæ og á vef þess má sjá fréttir af starfsemi heimilisins, www.isafoldin.is