11. nóv. 2016

Opið hús og sögusýning í tilefni 50 ára afmælis Garðaskóla

Garðaskóli býður velunnurum sínum í opið hús og sögusýningu í tilefni af 50 ára afmæli skólan, í dag, föstudag og á morgun laugardag
  • Séð yfir Garðabæ

Garðaskóli fagnar 50 ára afmæli sínu föstudaginn 11. nóvember.

Aðstandendum og öðrum velunnurum skólans er boðið að taka þátt opnu húsi milli kl. 13:00 og 15:00 á afmælisdaginn.

Einnig verður opið hús í skólanum laugardaginn 12. nóvember milli kl. 11:00 og 14:00.

Sögusýning

Gestir geta báða dagana skoðað sögusýningu um skólann. Sýningin er í formi mynda, texta og minja. Auk þess verða stofur opnar og verk núverandi nemenda til sýnis.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt.

Það er von starfsfólks að sem flestir fyrrverandi nemendur og starfsmenn skólans sjái sér fært að líta við og rifja upp gamlar minningar frá veru sinni í skólanum.

Til hamingju með daginn starfsfólk og nemendur Garðaskóla.

Sjá líka frétt á vef Garðaskóla.

Fésbókarsíða Garðaskóla