16. jan. 2015

Kynningarfundur um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

Mánudaginn 19. janúar kl. 17:30 verður haldinn kynningarfundur í Flataskóla um tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nýtt svæðisskipulag hefur fengið yfirskriftina Höfuðborgarsvæðið 2040 og það er sameiginleg áætlun sveitarfélaganna um uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu 25 ára.
  • Séð yfir Garðabæ

Mánudaginn 19. janúar kl. 17:30 verður haldinn kynningarfundur í Flataskóla um tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.  Tillagan að nýju svæðisskipulagi er í auglýsingu til 2. febrúar 2015. Nýtt svæðisskipulag hefur fengið yfirskriftina Höfuðborgarsvæðið 2040 og það er sameiginleg áætlun sveitarfélaganna um uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu 25 ára. Svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra. Sjö sveitarfélög standa að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins: Garðabær, Hafnarfjörður, Kjósarhreppur, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes.

Á vef Samtaka sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu, www.ssh.is er hægt að kynna sér nánar tillöguna og fylgigögn.  Jafnframt er tillagan aðgengileg í þjónustuveri Garðabæjar að Garðatorgi 7.   Íbúar Garðabæjar eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn á mánudaginn. Þeir sem ekki komast á mánudag en hafa áhuga á að kynna sér tillöguna nánar geta farið á opið hús á skrifstofu SSH, sjá nánar tímasetningu hér.