9. jan. 2015

Vornámskeið Klifsins eru að fara í gang

Nú á næstu dögum og vikum hefjast vornámskeið Klifsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Nú á næstu dögum og vikum hefjast vornámskeið Klifsins. Tónlist, dans, galdrar, sundlaugarpartý, kassabílar, myndlist og leiklist eru dæmi um það sem fram fer innan Klifsins - skapandi fræðsluseturs og þá fjölbreyttu valkosti sem standa börnum jafnt sem fullorðnum til boða þar.  Klifið hefur á sínum snærum fjöldan allan af hæfileikaríkum leiðbeinendum sem hafa víðtæka reynslu á sínu sviði.  Öll námskeið Klifsins og leiðbeinendur þeirra hafa það að markmiði að efla sköpunarkraft þátttakenda, að þeir læri sjálfbærni og auki trú sína á eigin getu en auk þess er markmiðið alltaf að allir hafi gagn og gaman af.

Við lok hvers námskeiðs fara fram sýningar þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að sýna aðstandendum sínum afrakstur námskeiðsins. 

Skráning og allar nánari upplýsingar um námskeiðsframboð vorannar má finna á vef Klifsins www.klifid.is.