5. jan. 2015

Farsælt starf hjá Garðabæ í 36 ár

Agnar Ástráðsson byggingartæknifræðingur lét af störfum hjá Garðabæ í lok desember. Agnar hóf störf hjá Garðabæ í upphafi árs 1979 og enginn annar starfsmaður hefur starfað jafnlengi á bæjarskrifstofum Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ
Agnar Ástráðsson byggingartæknifræðingur lét af störfum hjá Garðabæ í lok desember.  Agnar hóf störf hjá Garðabæ í upphafi árs 1979 og enginn annar starfsmaður hefur starfað jafnlengi á bæjarskrifstofum Garðabæjar.  Lengst af starfaði Agnar sem byggingarfulltrúi og er honum þakkað einstaklega ljúft samstarf. 

Agnar verður tæknisviði Garðabæjar innan handar næstu mánuði vegna einstakra verkefna. Þeir viðskiptavinir sem leita þurfa til tæknisviðs Garðabæjar vegna byggingarmála geta sett sig í samband við þjónustuver Garðabæjar eða til nýs byggingarfulltrúa Önnu Guðrúnu Gylfadóttur sem tók til starfa síðastliðið haust.  Sjá nánar hér.