18. des. 2014

Skemmtileg morgunsamvera í Flataskóla

Brotið var blað í morgunsamverunni í Flataskóla í vikunni þar sem starfsmenn skólans tóku sig til og skelltu sér upp á svið og sýndu góða takta. Nemendum fannst þetta ekki leiðinlegt og mátti heyra saumnál detta á meðan starfsmennirnir dönsuði um á sviðinu
  • Séð yfir Garðabæ

Brotið var blað í morgunsamverunni í Flataskóla í vikunni þar sem starfsmenn skólans tóku sig til og skelltu sér upp á svið og sýndu góða takta. Nemendum fannst þetta ekki leiðinlegt og mátti heyra saumnál detta á meðan starfsmennirnir dönsuði um á sviðinu. Hver jólasveinninn af öðrum birtist í kjölfarið á Grýlu og Leppalúða sem voru allófrýnileg í útliti. En þetta fór allt saman vel fram og á vef Flataskóla má sjá fleiri myndir og skemmtilegt myndband frá morgunsamverunni.