16. des. 2014

Góðverk fyrir jólin

Leikskólinn Sjáland hefur verið að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna með áherslu á lýðræði þar sem hlustað er á sjónarmið og raddir barna. Í þeirri vinnu kom upp sú hugmynd hjá börnunum í Sjálandi að gera góðverk fyrir jólin. Börnin fengu foreldrafélag leikskólans í lið með sér og ákváðu að styrkja Mæðrastyrksnefnd með peningaupphæð sem kemur úr góðgerðasjóði sem foreldrafélag leikskólans hefur umsjón með
  • Séð yfir Garðabæ

Leikskólinn Sjáland hefur verið að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna með áherslu á lýðræði þar sem hlustað er á sjónarmið og raddir barna. Í þeirri vinnu kom upp sú hugmynd hjá börnunum í Sjálandi að gera góðverk fyrir jólin.  Börnin fengu foreldrafélag leikskólans í lið með sér og ákváðu að styrkja Mæðrastyrksnefnd með peningaupphæð sem kemur úr góðgerðasjóði sem foreldrafélag leikskólans hefur umsjón með. Í leikskólanum eru seld notuð skólaföt og fer ágóði þeirra óskiptur í sjóðinn.

Jólagjafir pakkaðar inn

Jafnframt styrkir foreldrafélagið fjölskyldur á Íslandi með jólagjöfum og Mæðrastyrksnefnd mun sjá um að koma þeim í réttar hendur. Börnin í Sjálandi útbjuggu óskalista með jólagjöfum fyrir börn á þeirra aldri sem foreldrafélagið keypti og börnin bjuggu til gjafapappír, kort og pökkuðu gjöfunum inn.  Jólagjafirnar ásamt gjafabréfi í góðgerðasjóðinn voru afhentar við hátíðlega athöfn í leikskólanum Sjálandi þriðjudaginn 16. desember. Verkefni sem þetta eflir samkennd hjá börnunum og hvetur til umræðu um að við getum glatt aðra með góðverki og góðum hug.