16. des. 2014

Garðalundur vann hönnunarkeppnina Stíl

Hópur frá félagsmiðstöðinni Garðalundi sigraði í hönnunarkeppninni Stíl sem var haldin í lok nóvember í Hörpu. Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema og í ár var þemað TÆKNI.
  • Séð yfir Garðabæ

Hópur frá félagsmiðstöðinni Garðalundi sigraði í hönnunarkeppninni Stíl sem var haldin í lok nóvember í Hörpu.  Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema og í ár var þemað TÆKNI.  Undirbúningur fyrir keppnina hófst um miðjan október en þá vorir nokkrir hópar sem hittust vikulega og unnu í 3-4 klukkutíma í senn undir handleiðslu Guðrúnar Bjarkar Einarsdóttur textílkennara í Garðaskóla og Brynhildar Þórðardóttur aðstoðarforstöðumanns Garðalundar. Um miðjan nóvember var innanhúskeppni hjá Garðalundi og þar stóð einn hópur uppi sem sigurvegari og fór og keppti fyrir hönd Garðalundar í stóru Stíl kepnninni í Hörpu. Um 200 ungmenni í 44 liðum alls staðar af landinu tóku þátt í keppninni sem er á vegum Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi.

Mikil vinna var lögð í verkefni Garðalundar og stelpurnar sem skipuðu sigurliðið heita Guðrún Ísabella Kjartansdóttir, Renata Birna Einarsdóttir, Sóley Björk Þorsteinsdóttir og Valdís Arnaldardóttir.  Þær eru allar nemendur í 9. bekk Garðaskóla. Til gamans má geta að þetta er í þriðja sinn sem lið frá Garðalundi sigrar Stílkeppnina, fyrst árið 2008 og þar næst árið 2010.

Sjá einnig frétt á vef Garðaskólafrétt á vef Garðaskóla og á fésbókarsíðu Samfés er hægt að sjá myndir frá keppninni.