9. des. 2014

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2015 samþykkt

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2015, og 2016-2018, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 4. desember sl., sýnir áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2015, og 2016-2018, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 4. desember sl., sýnir áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar.  Áætlunin gerir ráð fyrir að skuldahlutfall í árslok 2015 verði 98,9 % sem sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar er sterk og staðfestir að áætlanir sem gerðar voru við sameiningu Garðabæjar og Álftaness hafa gengið eftir.  Á árinu 2015 er gert ráð fyrir að verja 1330 millj.kr til framkvæmda.  Gert er ráð fyrir að að rekstrarniðurstaða næsta árs verði jákvæð um 201 milljónir króna.

Minniháttar breytingar voru gerðar á fjárhagsáætluninni á milli umræðna í bæjarstjórn Garðabæjar. Einnig var ákveðið að gjaldskrár hækki hóflega eða um 3,4 % á milli ára.  Álagningarhlutfall útsvars verður óbreytt milli ára en það er 13.66%.  Fasteignaskattur lækkar í 0,24 % úr 0,26% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarréttindum.

Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2015-2018 (pdf-skjal) - lögð fram til síðari umræðu og samþykkt á fundi bæjarstjórnar 4. desember sl.

Sjá einnig frétt um fjárhagsáætlun Garðabæjar við fyrri umræðu bæjarstjórnar Garðabæjar.