3. des. 2014

Aðventudagskrá Hönnunarsafns Íslands

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember fram að jólum. Í anddyri safnsins er búið að breyta glugga í jóladagatal þar sem einn hlutur úr safneigninni er sýndur hverju sinni.
  • Séð yfir Garðabæ

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember fram að jólum. Í anddyri safnsins er búið að breyta glugga í jóladagatal þar sem einn hlutur úr safneigninni er sýndur hverju sinni. Áhersla er lögð á að draga fram fjölbreytnina í safneign Hönnunarsafnsins. Á fésbókarsíðu safnsins og á vefsíðu þess er hægt að sjá umfjöllun um hlutina sem birtast í jóladagatalinu.  Nýr hlutur birtist kl. 12:00 hvern dag.

Hádegisleiðsagnir á föstudögum

Á hverjum föstudegi fram að jólum verður boðið upp á hádegisleiðsagnir í Hönnunarsafninu um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? Leiðsagnirnar hefjast kl. 12:15 og áhersla verður lögð á afmarkaðan hluta sýningarinnar og umfjöllunarefnið hverju sinni verður kynnt á vef og fésbókarsíðu safnsins.  Í Hönnunarsafninu eru nú tvær sýningar, Ertu tilbúin frú forseti? og sýningin Prýði.  Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17 og er til húsa að Garðatorgi 1.   Laugardaginn 6. desember verður boðið upp á ókeypis aðgang í Hönnunarsafninu í tilefni þess að þann dag verða ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu á Garðatorgi.