3. des. 2014

Aðventustund fyrir leikskólabörn í Vídalínskirkju

Börn úr leikskólum í Garðabæ fjölmenntu í aðventustund í Vídalínskirkju í vikunni. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjartar tóku á móti hópunum ásamt Heiðari Erni Kristjánssyni æskulýðsfulltrúa.
  • Séð yfir Garðabæ
Börn úr leikskólum í Garðabæ fjölmenntu í aðventustund í Vídalínskirkju í vikunni. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjartar tóku á móti hópunum ásamt Heiðari Erni Kristjánssyni æskulýðsfulltrúa.
Kveikt var á kerti á aðventukransi, jólalög sungin og einnig voru sungin nokkur lög hljómsveitarinnar Pollapönk. Að lokum flutti sr. Jóna Hrönn Bolladóttir jólahugvekju með hjálp leikbrúða.