27. nóv. 2014

Góð mæting á fundi um nágrannavörslu á Álftanesi

Nýlega voru haldnir tveir fundir til að kynna nágrannavörslu á Álftanesi
  • Séð yfir Garðabæ

Nýlega voru tveir fundir haldnir til að kynna nágrannavörslu á Álftanesi og tókust þeir vel.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri hóf fundina og fór stuttlega yfir mikilvægi nágrannavörslu og einnig um mikilvægi samvinnu íbúa um að koma í veg fyrir innbrot og önnur afbrot í bænum.  Þá var kynning frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins þar sem farið var yfir tölfræði um innbrot í bænum síðustu ár og fundarfólki sagt hvernig best væri að ganga um eignir sínar til að koma í veg fyrir innbrot.  Að lokum var kynning á framkvæmd nágrannavörslu í bænum, fundarfólk skráði sig á götulista og götustjórar voru skipaðir.

Hér er að finna glærur frá fundinum