20. nóv. 2014

Jólapeysuátak fyrir vináttuverkefni gegn einelti

Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla (Save the children á Íslandi) gegn einelti, hófst formlega í leikskólanum Kirkjubóli miðvikudaginn 19. nóvember sl. Í ár er safnað fyrir Vináttu sem er forvarnarverkefni samtakanna gegn einelti í leikskólum. Hljómsveitin Pollapönk tók lagið fyrir leikskólabörn á Kirkjuhvoli og voru meðlimir sveitarinnar allir í jólapeysum.
  • Séð yfir Garðabæ

Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla (Save the children á Íslandi) gegn einelti, hófst formlega í leikskólanum Kirkjubóli miðvikudaginn 19. nóvember sl. Í ár er safnað fyrir Vináttu sem er forvarnarverkefni samtakanna gegn einelti í leikskólum.  Leikskólinn Kirkjuból í Garðabæ er meðal þeirra leikskóla sem taka þátt í vináttuverkefninu, sjá frétt hér á vef Garðabæjar, en með fjáröflunarátakinu er vonast til að hægt verði að safna nægu fjármagni til að geta boðið öllum leikskólum á landinu þátttöku í verkefninu.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla ýttu verkefninu úr vör með því að klæða bangsann Blæ í jólapeysu.  Bangsinn Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Hljómsveitin Pollapönk tók lagið fyrir leikskólabörn á Kirkjuhvoli og voru meðlimir sveitarinnar allir í jólapeysum.  Jólapeysan 2014 snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu. Nú þegar hafa fjölmargir skráð sig á vefinn www.jolapeysan.is þar sem hægt er að finna upp á áskorun og hvetja vini og vandamenn til að heita á sig.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri lét ekki sitt eftir liggja og hét því að fara í jólapeysunni sinni í ,,hotjóga" safnist nægilega mikið af áheitum á hann.

Frétt á Vísi um jólapeysuátakið

Frétt á Mbl um jólapeysuátakið