14. nóv. 2014

Góð heimsókn frá Akureyri

Föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn heimsóttu starfsfólk skipulagsdeildar og framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar Garðabæ. Starfsmenn tækni- og umhverfissviðs tóku á mótu þeim og kynntu fyrir þeim starfssemi sviðsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn heimsóttu starfsfólk skipulagsdeildar og framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar Garðabæ. Starfsmenn tækni- og umhverfissviðs tóku á mótu þeim og kynntu fyrir þeim starfssemi sviðsins. Hópurinn heimsótti bæjarskrifstofurnar og þjónustumiðstöð Garðabæjar/áhaldahúsið.Heimsóknir sem þessar eru gagnlegar báðum aðilum til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og gefa starfsfólki kost á að kynna sér vinnuaðferðir og aðstöðu.  Í tilfelli Akureyrar og Garðabæjar þá eru sveitarfélögin svipuð að stærð hvað mannfjölda varðar þó Akureyri hafi samt vinninginn.

Tæknimenn sveitarfélaga á Íslandi eiga í samstarfi í gegnum SATS, samtök tæknimanna sveitarfélaga, og halda tvo fundi á hverju ári þar sem fjallað er um sameiginleg viðfangsefni. Auk þess eru samskipti tæknimanna innbyrðis hluti af daglegri stjórnsýslu.  Nýráðinn byggingarfulltrúi Garðabæjar Anna Guðrún Gylfadóttir situr í stjórn SATS, Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri Garðabæjar hefur lengi verið í forystu SAMGUS, samtaka Garðyrkjustjóra sveitarfélaga, og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar er formaður félags skipulagsfulltrúa.

Á meðfylgjandi mynd með frétt eru frá vinstri: Björgvin Magnússon forstöðumaður eignadeildar og samveitna Garðabæjar, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur Garðabæjar, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar, Ólöf Sigurjónsdóttir fulltrúi á tækni- og umhverfissviði Garðabæjar, Vilborg Sigurðardóttir skrifstofumaður framkvæmdadeild Akureyrar, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi á tækni- og umhverfissviði Garðabæjar, Bjarni Thorarensen tæknifulltrúi byggingareftirlits Akureyrar, Margrét M. Róbertsdóttir afgreiðslu og upplýsingafulltrúi á skipulagsdeild Akureyrar, Anna Jóna Garðarsdóttir fulltrúi framkvæmdadeildar Akureyar, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur Akureyrar og Aðalheiður Magnúsdóttir skrifstofustjóri framkvæmdadeildar Akureyrar.