10. nóv. 2016

Gospelveisla í Vídalínskirkju

Sannkölluð gospelveisla verður í Vídalínskirkju í kvöld. Gospelkórar Jóns Vídalín, Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún og Páll Rósinkranz verða á meðal flytjenda
  • Séð yfir Garðabæ

Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20 verður sannkölluð gospelveisla í Vídalínskirkju þegar gospelkórar Jóns Vídalíns stíga á svið ásamt góðum gestum.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir eru haldinr í tilefni af 40 ára afmæli Garðabæjar og 10 ára afmæli Gospelkórs Jóns Vídalíns.

Einsöngvarar:
Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Páll Rósinkranz 
Upphitun:
Hljómsveitarsmiðja Jóns Vídalíns
Kórar:
Gospelkórar Jóns Vídalíns (eldri og yngri)
Hljómsveit: Ingvar Alfreðsson, hljómborð, Óskar Einarsson, hljómborð, Ingi Björn Ingason, bassi, Brynjólfur Snorrason, trommur, Davíð Sigurgeirsson, gítar og hljómsveitarstjórn.

Gospelkór Jóns Vídalín á fésbókinni.
Myndband Vídalínskirkju þar sem Jóna Hrönn sóknarprestur kynnir gospeltónleikana.