4. nóv. 2014

Fyrstu íbúðirnar í fjölbýli afhentar í Urriðaholti

Fyrstu íbúðirnar í fjölbýli í Urriðaholti voru afhentar eigendum síðastliðinn föstudag, 31. október. Um er að ræða þrjár tveggja og þriggja herbergja íbúðir við Holtsveg
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrstu íbúðirnar í fjölbýli í Urriðaholti voru afhentar eigendum síðastliðinn föstudag, 31. október. Um er að ræða þrjár tveggja og þriggja herbergja íbúðir að Holtsvegi 23-25, sem byggingafélagið Borgarhraun reisir. Eins og segir á heimasíðu Urriðaholts eru hinir nýbökuðu íbúðareigendur hæstánægðir með að hafa valið Urriðaholtið til búsetu og sjá marga kosti við að búa þar, svo sem tengingu við náttúruna en einnig nálægð við stofnbrautir.  Og nýju íbúðareigendurnir eru öll á einu máli um hversu fallegt útsýnið sé yfir Urriðavatn og hrauntangann og alla leið út á sjó. 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Urriðaholts, urridaholt.is