6. apr. 2018

Góð mæting á kynningarfund um deiliskipulag í Urriðaholti

Þriðjudaginn 3. apríl sl. var haldinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts. Kynningarfundurinn fór fram í nýju húsnæði Urriðaholtsskóla og um 100 manns mætti til fundarins.

  • Kynningarfundur Urriðaholt
    Kynningarfundur Urriðaholt

Þriðjudaginn 3. apríl sl. var haldinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts.  Kynningarfundurinn fór fram í nýju húsnæði Urriðaholtsskóla og um 100 manns mætti til fundarins. 

Deiliskipulagið nær til 21,5 ha svæðis í austurhluta Urriðaholts, þar sem gert er ráð fyrir íbúðahverfi fyrir u.þ.b. 495 íbúðir í fjölbýli (2-5 hæðir), rað-, par- og einbýlishúsum (1-2 hæðir). Íbúðirnar eru af mismunandi stærð og geta hentað fyrir alla aldurshópa. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir almenningsgarði með íþróttaaðstöðu.

Hér á vef Garðabæjar er hægt að sjá tillöguna. Nú stendur yfir forkynning á tillögunni eða til 10. apríl nk.