25. jan. 2018

Fræðsla um svefnvenjur yngstu barnanna

Arna Skúladóttir sérfræðingur í barnahjúkrun hélt nýverið fyrirlestur í Garðabæ fyrir leikskólakennara og starfsfólk leikskóla í Kraganum (öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur) undir heitinu „Samspil líðan og svefns á streitu hjá börnum".

  • Svefnvenjur
    Svefnvenjur

Arna Skúladóttir sérfræðingur í barnahjúkrun hélt nýverið fyrirlestur í Garðabæ fyrir leikskólakennara og starfsfólk leikskóla í Kraganum (öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur) undir heitinu „Samspil líðan og svefns á streitu hjá börnum". 

Sjónum var beint að yngstu börnunum og svefnvenjum þeirra, m.a. var fjallað um þróun á dagsvefni, samspil hans við nætursvefn og hvernig líðan og daglegar athafnir hafa áhrif á svefninn. Í ljósi þess að sífellt yngri börn eru að fá dvöl í leikskóla, þarf að þróa leikskólaumhverfið með tilliti til þeirra þarfa og er þetta liður í því.

Garðabær hefur verið í fremstu röð sveitarfélaga við að bjóða 1 árs börnum dvöl í leikskólum og er nú unnið markvisst að því að efla þekkingu í leikskólasamfélaginu á þessu aldursstigi.  Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur af starfsfóli leikskóla.