16. jan. 2018

Mikil ánægja með þjónustu Garðabæjar

Garðabær lendir í 1. sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, þjónustu grunnskóla og hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa samkvæmt niðurstöðum úr árlegri þjónustukönnun Gallup sem var framkvæmd í lok árs 2017. Þjónustukönnunin er síma- og netkönnun þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins er mælt.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær lendir í 1. sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, þjónustu grunnskóla og hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa samkvæmt niðurstöðum úr árlegri þjónustukönnun Gallup sem var framkvæmd í lok árs 2017. Þjónustukönnunin er síma- og netkönnun þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins er mælt. 

Garðabær er í flestum spurningum í efstu sætum eða í 1.-3 sæti í níu af alls þrettán viðhorfsspurningum í samanburði við önnur sveitarfélög og meðaltal úr öllum spurningum er hærra í öllum tilvikum nema í einni spurningu.  

Í þjónustukönnuninni er meðal annars spurt um viðhorf íbúa til þjónustu leik- og grunnskóla, gæði umhverfis, aðstöðu til íþróttaiðkunar, sorphirðu, menningarmál, skipulagsmál, þjónustu við eldri borgara, þjónustu við fatlað fólk, þjónustu sveitarfélagsins í heild sinni, úrlausn erinda og um sveitarfélagið sem stað til að búa á.  

Íbúar Garðabæjar eru næst ánægðastir íbúa allra sveitarfélaganna þegar spurt er um þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið og um ánægju með skipulagsmál almennt í bæjarfélaginu.  Garðbæingar eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á en sú spurning fékk aftur í ár hæsta skorið eða 4,4 (á skalanum 1-5).  

Á heildina litið er niðurstaðan úr þjónustukönnuninni mjög góð og ánægjulegt að margar spurningar hækka í skori á milli ára. Íbúakönnunin var lögð fram til kynningar í bæjarráði Garðabæjar í morgun, þriðjudaginn 16. janúar.  Áfram verður rýnt í niðurstöður könnunarinnar og einstaka þætti hennar hjá sviðum bæjarins og nefndum og skoðað með hvaða hætti hægt sé að bæta þjónustuna enn frekar. 

Íbúakönnunin er aðgengileg hér á vef Garðabæjar (pdf-skjal)

Eldri íbúakannanir