29. des. 2017

Áramótabrennur í Garðabæ

Tvær áramótabrennur verða í Garðabæ á gamlárskvöld eins og undanfarin ár. Á Álftanesi verður brennan nærri ströndinni norðan við Gesthús. Einnig verður brenna við Sjávargrund í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Tvær áramótabrennur verða í Garðabæ á gamlárskvöld eins og undanfarin ár:

Á Álftanesi kl. 20:30

Á Álftanesi verður brennan nærri ströndinni norðan við Gesthús. Aðkoma er frá Bakkavegi. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30. Brennan er í umsjón Skátafélagsins Svana á Álftanesi.

Kort á Google Maps sem sýnir Bakkaveg.

Við Sjávargrund kl. 21:00

Kveikt verður í brennunni við Sjávargrund kl. 21. Knattspyrnudeild Stjörnunnar sér um brennuna en Hjálparsveit skáta í Garðabæ sér um flugeldasýningu.

Sjávargrund á Google Maps - korti (ATH slóð á kort sýnir hvar gatan Sjávargrund er en brennan sjálf er staðsett vestan við nær sjónum við Strandstíginn)