21. des. 2017

Vel heppnuð skáldavaka á Marbakka

?Dægradvöl félag áhugafólks um menningu og listir á Álftanesi hefur á liðnum árum staðið að fjölmörgum menningarviðburðum á Álftanesi og stendur reglulega að skáldavöku með einhverjum hætti á aðventunni. Í ár var skáldavakan haldin í samstarfi við Félag áhugamanna um sögu Besstastaðaskóla og fór fram í íbúðarhúsinu Marbakka á Álftanesi að kvöldi föstudaginn 15. desember sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Dægradvöl félag áhugafólks um menningu og listir á Álftanesi hefur á liðnum árum staðið að fjölmörgum menningarviðburðum á Álftanesi og stendur reglulega að skáldavöku með einhverjum hætti á aðventunni. Í ár var skáldavakan haldin í samstarfi við Félag áhugamanna um sögu Besstastaðaskóla og fór fram í íbúðarhúsinu Marbakka á Álftanesi að kvöldi föstudaginn 15. desember sl.  Skáldavakan var opin almenningi og heppnaðist vel. 

Haukur Heiðar Ingólfsson hóf kvöldvökuna við flygilinn.  Síðan tók við upplestur skálda á nýútgefnum bókum og hóf Kristín Ómarsdóttir upplesturinn með ljóðabókinni Kóngulær í sýningargluggum, Sveinbjörn I. Baldvinsson las upp úr bók sinni Lífdagar - ljóð og söngvar. Síðan tók Einar Már Guðmundsson við með lestri úr skáldsögunni Passamyndir og lauk erindi sínu með samlestri við tónhendingar unnar upp úr Bellmann og Bach að hætti hússins.