15. des. 2017

Jólastund fyrir grunnskólanemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar

Þriðjudaginn 12. desember var öllum grunnskólanemendum í 2. og 3. bekk í Garðabæ boðið á notalega jólastund í tónleikasal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi. Nokkrir nemendur tónlistarskólans spiluðu jólalög á saxófón, klarínett, þverflautur, túbu, básúnu, trompet, franskt horn og harmónikku
  • Séð yfir Garðabæ

Þriðjudaginn 12. desember var öllum grunnskólanemendum í 2. og 3. bekk í Garðabæ boðið á notalega jólastund í tónleikasal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi.  Nokkrir nemendur tónlistarskólans spiluðu jólalög á saxófón, klarínett, þverflautur, túbu, básúnu, trompet, franskt horn og harmónikku og með þeim spilaði hljómsveit hússins sem samanstóð af píanóleikara, trommuleikara og bassaleikara.

Um 600 börn komu í heimsókn í Tónlistarskóla Garðabæjar þennan dag og starfsfólk Tónlistarskólans þakkar öllum börnum sem komu í heimsókn fyrir komuna. 

Saxófónhópur Tónlistarskóla Garðabæjar spilar á jólatónleikum í Hörpu

Eins og kom fram í frétt hér á vef Garðabæjar í síðustu viku þá koma nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar víða við í desember.  Nú um helgina spilar saxófónhópur úr skólanum á fernum jólatónleikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands.  Hópurinn samanstendur af 10 nemendum skólans á aldrinum 11 - 22 ára, undir stjórn Braga Vilhjálmssonar. Tónleikarnir eru 16. og 17. desember í Eldborgarsal Hörpu.


Hér er hlekkur á viðburðinn í Hörpu.