15. des. 2017

Góðgerðarverkefni nemenda í Flataskóla

Í síðustu viku þá tóku nemendur og starfsmenn Flataskóla höndum saman og söfnuðu mat fyrir Mæðrastyrksnefnd. Skemmst er frá að segja að vel gekk að fá matargjafir og nemendur skólans höfðu mikinn skilning á mikilvægi þess að leggja öðrum lið
  • Séð yfir Garðabæ

Í síðustu viku þá tóku nemendur og starfsmenn Flataskóla höndum saman og söfnuðu mat fyrir Mæðrastyrksnefnd. Skemmst er frá að segja að vel gekk að fá matargjafir og nemendur skólans höfðu mikinn skilning á mikilvægi þess að leggja öðrum lið. Nemendur í 7.bekk sáu um mótttöku og skipulag á gjöfunum.

Nemendur Flataskóla taka árlega þátt í 1-2 góðgerðarverkefnum undir yfirskriftinni „Að láta gott af sér leiða“.  Í byrjun vikunnar var svo farið með fullan bíl af mat til Mæðrastyrksnefndar sem án efa kemur sér vel fyrir marga um jólahátíðina. Matvælunum frá Flataskóla verður úthlutað í jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar sem verður þann 20.desember.

Sjá líka frétt á vef Flataskóla.