8. des. 2017

Nemendur Tónlistarskólans á ferð og flugi í desember

Nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar koma víða við í bænum og spila í desember. Einnig spila nemendur á hefðbundnum jólatónleikum í tónleikasal skólans í Kirkjulundi, Vídalínskirkju og í Bessastaðakirkju.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar koma víða við í bænum og spila í desember.  Einnig spila nemendur á hefðbundnum jólatónleikum í tónleikasal skólans í Kirkjulundi, Vídalínskirkju og í Bessastaðakirkju.   

Laugardaginn 9. nóvember heldur Suzukideild skólans jólatónleika í Vídalínskirkju kl. 11.   Hefð er fyrir því að bjóða öllum nemendum í 2. og 3. bekk í grunnskólum Garðabæjar að koma í Tónlistarskólann fyrir jólin og hlusta á fallega jólatónlist sem nokkrir nemendur skólans ásamt hljómsveit hússins flytja og í ár koma nemendur í heimsókn þriðjudaginn 12. desember nk.  Samspilstónleikar ritmadeildar skólans verða svo haldnir mánudaginn 18. desember kl. 20 í sal skólans í Kirkjulundi.  Auk þessara tónleika eru fjölmargir tónfundir hjá nemendum hvers kennara við skólann. 

Upplýsingar um tónleika skólans eru í viðburðadagatalinu á vefsíðu skólans.  Allir eru velkomnir á tónleika Tónlistarskólans á meðan húsrúm leyfir.