Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi
Það var líf og fjör á Álftanesi þegar Jóla- og góðgerðardagurinn var haldinn laugardaginn 2. desember sl. Þetta var í níunda sinn sem Foreldrafélag Álftanesskóla stóð að góðgerðardeginum í samvinnu við Álftanesskóla, Garðabæ og félagasamtök á Álftanesi.
Það var líf og fjör á Álftanesi þegar Jóla- og góðgerðardagurinn var haldinn laugardaginn 2. desember sl. Þetta var í níunda sinn sem Foreldrafélag Álftanesskóla stóð að góðgerðardeginum í samvinnu við Álftanesskóla, Garðabæ og félagasamtök á Álftanesi.
Eins og heiti dagsins ber með sér var hægt að leggja góðgerðafélögum lið á ýmsan hátt þennan dag, meðal annars rann öll útleiga á borðum til góðs málefnis. Dagskráin fór fram innandyra í íþróttahúsinu þar sem var handverksmarkaður, skemmtidagskrá, kaffihús, uppboð, tombóla og margt fleira. Að lokinni dagskrá innandyra voru ljósin tendruð á jólatrénu fyrir utan íþróttahúsið og dansað var í kringum jólatréð.
Á fésbókarsíðu Foreldrafélags Álftanesskóla má sjá fleiri myndir frá Jóla- og góðgerðardeginum.