1. des. 2017

Opið hús í Króki fyrsta sunnudag í aðventu

Sunnudaginn 3. desember, fyrsta í aðventu, verður opið hús í Króki á Garðaholti frá kl. 13-17. Gamla jólatréð í Króki verður til sýnis og boðið er upp á ratleiki fyrir börnin. Einnig verður boðið upp á leiðsögn á staðnum.
  • Séð yfir Garðabæ

Sunnudaginn 3. desember, fyrsta í aðventu, verður opið hús í Króki á Garðaholti frá kl. 13-17. Gamla jólatréð í Króki verður til sýnis og boðið er upp á ratleiki fyrir börnin. Einnig verður boðið upp á leiðsögn á staðnum.

Viðburður á fésbókarsíðu Króks.

Bærinn Krókur á Garðaholti

Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923 og er nú varðveittur með upprunalegu innbúi síðustu ábúenda, hjónanna Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg bjó í Króki allt til 1985 en eftir að hún lést gaf fjölskyldan Garðabæ bæjarhúsin ásamt innbúi þannig að hægt væri að varðveita Krók.  Krókur er gott dæmi um alþýðuheimili frá fyrri hluta 20. aldar og má þar sjá ýmislegt forvitnilegt sem sumir muna eftir frá fyrri tíð.

Bílastæði eru við samkomuhúsið á Garðaholti (Krókur er staðsettur ská á móti samkomuhúsinu) við gatnamót Garðavegar og Garðaholtsvegar.