17. okt. 2014

Viðurkenningar fyrir eTwinning samskiptaverkefni

Flataskóli og Hofsstaðaskóli hlutu viðurkenningar og verðlaun fyrir eTwinning samskiptaverkefni sín sem voru unnin síðastliðinn skólavetur. Viðurkenningar voru afhentar fimmtudaginn 16. október í lok eTwinning menntabúða hjá Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð.
  • Séð yfir Garðabæ

Flataskóli og Hofsstaðaskóli hlutu viðurkenningar og verðlaun fyrir eTwinning samskiptaverkefni sín sem voru unnin síðastliðinn skólavetur. Viðurkenningar voru afhentar fimmtudaginn 16. október í lok eTwinning menntabúða hjá Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð. Starfsfólk landskrifstofunnar frá Rannís, eTwinning fulltrúar og kennarar í samstarfsverkefnum voru á staðnum. Tuttugu umsóknir bárust að þessu sinni og fimmtán verkefni fengu viðurkenningar.  ETwinning-verkefnin eru unnin af tveimur eða fleiri kennurum frá mismunandi Evrópulöndum.  Verkefnin geta verið hvernig sem er, stór eða smá, til lengri eða skemmri tíma, svo framarlega að þau falli að kennsluskrá og uppeldismarkmiðum hvers skóla.

Flataskóli hlaut viðurkenningar fyrir Keðjuverkefnið og Tilraunir í eðlisfræði sem Ragna Gunnarsdóttir hafði umsjón með. Einnig fékk skólinn viðurkenningar fyrir Meira en ís, Schoolovision 2014 og Fuglarnir í trjánum sem Kolbrún Svala Hjaltadóttir og samstarfskennarar höfðu umsjón með. Hægt er að lesa nánar um verkefni Flataskóla á vef skólans.  Verkefni Hofsstaðaskóla sem hlaut viðurkenningu nefnist Europe-so many faces og var í umsjón Önnu Magneu Harðardóttur.  Á vef eTwinning vef eTwinning er hægt að lesa nánar um hvert verkefni sem hlaut viðurkenningu.