24. nóv. 2017

Ungbarnaleikskólinn Hnoðraholt

Hnoðraholt við Vífilsstaðaveg er ungbarnaleikskóli í Garðabæ sem er rekinn af Hjallastefnunni. Í leikskólanum eru börn 9 mánaða og eldri. Leikskólinn opnaði haustið 2016 og fyrst um sinn voru tveir kjarnar í leikskólanum, einn drengja og einn stúlkna kjarni. En um síðustu áramót bættust við 3 nýjir kjarnar og nú eru um 60 börn í leikskólanum.
  • Séð yfir Garðabæ

Hnoðraholt við Vífilsstaðaveg er ungbarnaleikskóli í Garðabæ sem er rekinn af Hjallastefnunni. Í leikskólanum eru börn 9 mánaða og eldri.  Leikskólinn opnaði haustið 2016 og fyrst um sinn voru tveir kjarnar í leikskólanum, einn drengja og einn stúlkna kjarni.  En um síðustu áramót bættust við 3 nýjir kjarnar og nú eru um 60 börn í leikskólanum. 

Leikskólastarfið í Hnoðraholti fylgir hugmyndafræði Hjallastefnunnar en á Hnoðraholti hefur nálgunin tekið tillit til yngstu barnanna líkt og gert hefur verið á leikskólanum Litlu-Ásum sem einnig er ungbarnaskóli í Garðabæ rekin af Hjallastefnunni.  Að sögn Dóru Margrétar Bjarnadóttur leikskólastjóra Hnoðraholts eru jákvæðni, gleði og kærleikur grunngildin í allri vinnu leikskólans gagnvart börnunum, foreldrum og starfsfólki.

Í Hnoðraholti er farin öðruvísi leið þegar kemur að svefnvenjum og húsbúnaði í skólanum. Í leikskólanum er notast við sk. gólfvöggur sem gefa börnum tilfinningu fyrir vernd vegna hliða höfðagaflsmegin en um leið geta börn skriðið sjálf upp í vögguna sína. Um leið geta starfsmenn fylgst betur með börnunum á meðan þau sofa.

Í leikskólanum er lögð áhersla á að börnin fari reglulega út og verið er að vinna að betrumbótum á útisvæði Hnoðraholts til að koma betur til móts við þarfir barnanna. En auk þess er farið með börnin út fyrir leikskólasvæðið í nærumhverfið þar sem börnin fá að kynnast náttúrunni.

Starfsfólk Hnoðraholts hefur ýmsa og fjölbreytta menntun og á meðfylgjandi mynd með fréttinni má sjá hluta starfsfólksins.