24. nóv. 2017

Vel heppnað PMTO foreldrafærninámskeið

Fimmtudaginn 9. nóvember sl. lauk 8 vikna PMTO foreldrafærnisnámskeiði á vegum Garðabæjar. PMTO námskeiðið var fyrir foreldra barna (4-12 ára) með væga hegðunarerfiðleika. Á námskeiðinu vour kenndar aðferðir við að draga úr hegðunarerfiðleikum barna

  • Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi hjá fjölskyldusviði Garðabæjar og PMTO meðferðaraðili, Margrét H. Þórarinsdóttir sérkennslufulltrúi á fræðslusviði Garðabæjarog PMTO meðferðaraðili og Sólveig Ste
    eðbeinendur á námskeiðinu:Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi hjá fjölskyldusviði Garðabæjar og PMTO meðferðaraðili, Margrét H. Þórarinsdóttir sérkennslufulltrúi á fræðslusviði Garðabæjarog PMTO meðferðaraðili og Sólveig Steinsson þroskaþjálfi á fjölskyldusviði Garðabæjar

Fimmtudaginn 9. nóvember sl. lauk 8 vikna PMTO foreldrafærnisnámskeiði á vegum Garðabæjar.  PMTO námskeiðið var fyrir foreldra barna (4-12 ára) með væga hegðunarerfiðleika.  Á námskeiðinu vour kenndar aðferðir við að draga úr hegðunarerfiðleikum barna og hvernig eigi að stuðla að góðri aðlögun barna með því að nota skýr fyrirmæli, hvetja börn til jákvæðrar hugsunar, setja hegðun barna mörk, rjúfa vítahring í samskiptum, vinna með tilfinningar og samskipti, hafa markvisst eftirlit, leysa ágreining og efla markviss tengsl heimilis og skóla. 

Leiðbeinendur frá fjölskyldusviði og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þær Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi hjá fjölskyldusviði Garðabæjar og PMTO meðferðaraðili, Margrét H. Þórarinsdóttir sérkennslufulltrúi á fræðslusviði Garðabæjarog PMTO meðferðaraðili og Sólveig Steinsson þroskaþjálfi á fjölskyldusviði Garðabæjar og PMTO meðferðaraðili. Á meðfylgjandi mynd með frétt má sjá mynd af þeim.

Að þessu sinni luku 18 einstaklingar foreldrafærninámskeiði og var einstaklega gefandi að fylgjast með áhugasömum foreldrum tileinka sér ný verkfæri, láta reyna á þau heimafyrir og sjá árangurinn. 
Foreldrar fylltu út matslista í lok námskeiðsins og var mjög ánægjulegt að sjá hversu miklu námskeiðið skilaði í að breyta hegðun á jákvæðan hátt og létta andrúmsloft á heimilunum. Hér fyrir neðan  sést hvernig foreldrar mátu hvert verkfæri fyrir sig.

PMTO - gagnsemi námskeiðs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jákvæðar umsagnir þátttakenda

Umsagnir og ábendingar foreldranna voru m.a. : „Væri gott að fá 3-4 vikna námskeið eftir áramót til að fínpússa og fara yfir hvernig PMTO aðferðir hafa gengið frá lok námskeiðs“, „ fólk verður að vera opið og tilbúið til viðhorfsbreytinga“, „þetta námskeið er búið að hjálpa mikið, er búin að læra aðrar aðferðir til að nýta í uppeldinu, æfingin skapar meistarann“, „ ekki of stór hópur“, „frábært námskeið“. 
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær boðið verður upp á annað námskeið en umsagnir foreldra gefa vel til kynna þörf fyrir að tekin verði ákvörðun um það fljótlega.  Næsta námskeið verður auglýst á vef Garðabæjar og þar verður einnig bent á leiðir til að sækja um slíkt námskeið.