17. nóv. 2017

Íbúafundur um framkvæmdir við Lyklafellslínu 1

Garðabær býður til opins íbúafundar um framkvæmdir við nýja háspennulínu - Lyklafellslínu 1. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:15 í Sjálandsskóla við Löngulínu 8.
  • Séð yfir Garðabæ

Opinn íbúafundur 
Lyklafellslína 1 (Sandskeiðslína 1)

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:15 – 18:45 í Sjálandsskóla, Löngulínu 8

Viðburður á facebook

Framkvæmdir við nýja háspennulínu

Landsnet hf. hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Lyklafellslínu 1 hjá þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ, sem nýja línan liggur um.  
Um er að ræða framkvæmdir við nýja háspennulínu frá Lyklafelli í Mosfellsbæ að Hamranesi í Hafnarfirði.  Á móti verða fjarlægðar Hamraneslína 1 og 2, sem liggja frá Geithálsi um Heiðmörk að Hamranesi, og Ísallína 1 og 2, frá tengivirki við Hamranes að álverinu. 
Um landssvæði Garðabæjar verða reist 3 möstur (af 78) en í staðinn verða 13 möstur gömlu línunnar rifin.
Bæjarstjórn Garðabæjar frestaði afgreiðslu erindis um leyfi til framkvæmda við lagningu línunnar og boðar hér með til opins kynningarfundar með íbúum og öðrum sem láta sig málið varða. 

Dagskrá:

Stuttar kynningar 
Fulltrúar Landsnets kynna fyrirhugaða framvæmd við Lyklafellslínu
Fulltrúar Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina kynna sjónarmið sín og athugasemdir vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við Lyklafellslínu
Sjónarmið Hafnarfjarðar
Umræður og fyrirspurnir fundargesta

Heitt á könnunni, allir velkomnir
Bæjarstjóri Garðabæjar