13. nóv. 2017

Tónlistarveisla í skammdeginu

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 9. nóvember sl. á Garðatorgi. Að þessu sinni var það hljómsveitin Moses Hightower sem steig á svið innandyra í göngugötunni á torginu og flutti lög af nýrri plötu sinni sem og lög af fyrstu tveimur plötum sveitarinnar.

  • Hljómsveitin Moses Highower tróð upp í tónlistarveislu í skammdeginu 2017
    Hljómsveitin Moses Highower tróð upp í tónlistarveislu í skammdeginu 2017

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 9. nóvember sl. á Garðatorgi.  Að þessu sinni var það hljómsveitin Moses Hightower sem steig á svið innandyra í göngugötunni á torginu og flutti lög af nýrri plötu sinni sem og lög af fyrstu tveimur plötum sveitarinnar.  Tónlist þeirra hljómsveitarmeðlima þykir frumleg, hugljúf og með sálartónum.  Þeir félagar í Moses Hightower heilluðu tónleikagesti sem klöppuðu þá upp að loknum tónleikum. 

Í ár sem fyrri ár gátu gestir á Garðatorginu heimsótt einstaka búðir sem höfðu opið lengur í tilefni kvöldsins. Gestir gátu einnig keypt léttar veitingar á staðnum til styrktar Lionsklúbbi Garðabæjar. Hönnunarsafn Íslands sem er til húsa á Garðatorgi bryddaði upp á þeirri nýjung að vera með opið um kvöldið til kl. 21 en þar stendur einmitt yfir sýningin ,,Íslensk plötuumslög".   Myndlistarfélagið Gróska bauð einnig gestum og gangandi að skoða árlega haustsýningu félagsmanna sinna, ,,Sól í myrkri", sem opnaði þetta kvöld í Gróskusalnum.  

Meðfylgjandi myndir með frétt eru frá myndlistarsýningu Grósku og Tónlistarveislu í skammdeginu á Garðatorgi.