Kosið í Álftanesskóla og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 28. október 2017. Utankjörfundaatkvæðagreiðsla fyrir íbúa í Garðabæ sem og á höfuðborgarsvæðinu stendur nú yfir í verslunarmiðstöðinni Smáralind.
Upplýsingar um alþingiskosningarnar eru á kosningavef Innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is
Kjörfundur hefst á kjördag, laugardaginn 28. október 2017, og stendur frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Í Garðabæ er kosið í Álftanesskóla, við Breiðumýri, og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, við Skólabraut.
Sérstök athygli er vakin á því að kjósendur sem eiga heima í Prýðahverfi, Hleinum og stakstæðum húsum við Álftanesveg og á Garðaholti eru nú á kjörskrá í Álftanesskóla.
Íslendingar sem búsettir eru erlendis og áttu síðast lögheimili hér á landi í Sveitarfélaginu Álftanesi eða Garðabæ eru allir á kjörskrá í I. kjördeild í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Auglýsing um kjörskrá Garðabæjar