27. okt. 2017

Þorgerður Anna Arnardóttir ráðin í starf skólastjóra Urriðaholtsskóla

Þorgerður Anna Arnardóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Urriðaholtsskóla. Urriðaholtsskóli er nýr samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-16 ára. Skólinn verður tekinn í notkun í áföngum. Leikskóladeild mun taka til starfa í ársbyrjun 2018.

  • Þorgerður Anna Arnardóttir,skólastjóri Urriðaholtsskóla
    Þorgerður Anna Arnardóttir,skólastjóri Urriðaholtsskóla

Þorgerður Anna Arnardóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Urriðaholtsskóla.

Þorgerður Anna var skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar til margra ára og þar stýrði hún bæði leikskóladeild og grunnskóla. Hún hefur einnig tekið að sér að stýra leikskóla á Skagaströnd ásamt því að stýra ýmsum starfsmannamálum Hjallastefnunnar. Hún hefur m.a. stýrt innleiðingu nýrra starfshátta í skólaumhverfi Hjallastefnunnar og unnið að margskonar þróunarverkefnum og leitt skólastarf af mikilli framsýni. Þorgerður Anna hefur reynslu af  uppbyggingu á nýjum skóla og þróun hans.  Hún hefur verið farsæl í starfi bæði sem kennari og stjórnandi  

Þorgerður Anna er með  B.ed í grunnskólafræðum, hún hefur leyfisbréf  á leik- og grunnskólastigi.  Þorgerður Anna er með diploma í Stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands og er í námi til mastersprófs við sama skóla. 

Sjö umsóknir bárust um starf skólastjóra Urriðaholtsskóla.

Urriðaholtsskóli er nýr samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-16 ára. Skólinn verður tekinn í notkun í áföngum.  Leikskóladeild mun taka til starfa í ársbyrjun 2018. Um haustið 2018 bætist við 1.-4. bekkur grunnskóla sem mun vaxa með skólanum.  Í skólanum fullbyggðum verður félagsmiðstöð, bókasafn, tónlistarskóli ásamt íþróttamannvirkjum og sundlaug.