26. okt. 2017

Áhugaverður fundur um leikskólann og líðan barna

Opinn fundur um leikskólamál undir yfirskriftinni ,,Leikskólinn og líðan barna - næg hvíld - þar sem allir njóta sín" var haldinn miðvikudaginn 25. október sl. í leikskólanum Ökrum. Fundurinn var opinn öllum, foreldrum, starfsfólki og áhugafólki um málefni leikskóla.

Opinn fundur um leikskólamál undir yfirskriftinni ,,Leikskólinn og líðan barna - næg hvíld - þar sem allir njóta sín" var haldinn miðvikudaginn 25. október sl. í leikskólanum Ökrum.  Fundurinn var opinn öllum, foreldrum, starfsfólki og áhugafólki um málefni leikskóla. 

Í upphafi fundar flutti Viktoría Jensdóttir, formaður leikskólanefndar Garðabæjar, stutt ávarp en að því loknu var gengið til nefndarstarfa þar sem hefðbundin mál á dagskrá nefndarinnar voru tekin fyrir.  Gestir fundarins hlýddu svo á tvö áhugaverð erindi gestafyrirlesara. Erla Björnsdóttir sálfræðingur fjallaði í öðru erindinu um svefn sem grunnstoð heilsu og í hinu erindinu fjallaði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, um félagsmótun, staðalmyndir og jafnrétti.