20. okt. 2017

Upplýsingar um alþingiskosningar

Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 28. október 2017. Utankjörfundaatkvæðagreiðsla fyrir íbúa í Garðabæ sem og á höfuðborgarsvæðinu stendur nú yfir í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Upplýsingar um alþingiskosningarnar eru á kosningavef Innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is
  • Séð yfir Garðabæ

Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 28. október 2017.  Utankjörfundaatkvæðagreiðsla fyrir íbúa í Garðabæ sem og á höfuðborgarsvæðinu stendur nú yfir í verslunarmiðstöðinni Smáralind.  

Upplýsingar um alþingiskosningarnar eru á kosningavef Innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is

Hér að neðan má sjá upplýsingar um kjörskrá Garðabæjar og kjörstaði í Garðabæ á kosningadaginn sjálfan 28. október en þá verður kosið í Álftanesskóla og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.  Athygli er vakin á því að kjósendur sem búa í Prýðahverfi, Hleinum og stakstæðum húsum við Álftanesveg og á Garðaholti eru nú á kjörskrá í Álftanesskóla. 

Auglýsing um kjörskrá Garðabæjar

Auglýsing um kjörfund í Garðabæ (kosningastaðir í Garðabæ)