17. okt. 2014

Sögustundir í Bókasafni Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar ætlar að bjóða upp á sögustundir alla laugardaga í vetur fyrir yngstu lesendurna, börn frá 2-7 ára. Sögustundirnar eru haldnar í safninu á Garðatorgi og hefjast kl. 11.30.
  • Séð yfir Garðabæ

Bókasafn Garðabæjar ætlar að bjóða upp á sögustundir alla laugardaga í vetur fyrir yngstu lesendurna, börn frá 2-7 ára.  Sögustundirnar eru haldnar í safninu á Garðatorgi og hefjast kl. 11.30. Eldri börn eru líka velkomin og geta hlustað eða valið sér bók til að lesa sjálf. Markmiðið með sögustundunum er að fjölskyldan geti í sameiningu átt rólega og notalega stund í bókasafninu.  

Vefsíða bókasafnins

Bókasafn Garðabæjar heldur úti öflugri vefsíðu þar sem er heilmikill fróðleikur og fréttir um starfssemi safnsins:  http://bokasafn.gardabaer.is/forsida/  Þeir sem eru á fésbókinni geta líka fylgst með því sem er í gangi hjá bókasafni Garðabæjar sem heldur einnig úti fésbókarsíðu.

Sjálfboðaliðar í heimanám

Bókasafnið auglýsti nýverið eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við heimanám barna á grunnskólaaldri. Hugmyndin er að geta boðið börnum í Bókasafnið að loknum skóladegi þar sem þau geta fengið aðstoð við heimanámið sitt. Áhugasamir geta sett sig í samband við bókasafnið, sjá nánar í frétt hér á vef bókasafnsins.