20. okt. 2017

Fræðslufundur um Benedikt Gröndal tókst vel

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla, Lista- og menningarfélagið Dægradvöl og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness stóðu að vel sóttum fundi um Benedikt Gröndal í Bessastaðakirkju 7. október sl. þar sem boðið var upp áhugaverða dagskrá með fyrirlestrum og tónlist.
  • Séð yfir Garðabæ


Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla, Lista- og menningarfélagið Dægradvöl og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness stóðu að vel sóttum fundi um Benedikt Gröndal í Bessastaðakirkju 7. október sl. þar sem boðið var upp áhugaverða dagskrá með fyrirlestrum og tónlist. 

Ragnheiður Gröndal, Guðmundur Pétursson og Teitur Magnússon voru með tónlistaratriði og rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Pétur Gunnarsson fluttu fræðsluerindi.  Kristín Viðarsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO kynnti Gröndalshús, fyrrum heimili Benedikts Gröndals. Eftir dagskrána bauðst gestum að ganga til Bessastaðastofu og skoða útgefin verk Gröndals og skrifpúlt hans og föður hans, Sveinbjarnar Egilssonar.

Meðfylgjandi mynd sýnir flytjendur og skipuleggjendur dagskrárinnar.  Frá vinstri: Þorsteinn Hannesson, Eiríkur Ágúst Guðjónsson (stjórnarmenn FÁUSB), Kristinn Guðmundsson (formaður FonÁ), Guðmundur Andri Thorsson (rithöfundur), Ásdís Bragadóttir (formaður FÁUSB), Pétur Gunnarsson (rithöfundur), Ragnheiður Gröndal, Guðmundur Pétursson, Teitur Magnússon (tónlistarmenn), Iðunn Thors (formaður Lista- og menningarfélagsins Dægradvalar). Myndina tók Karólína Eiríksdóttir.