13. okt. 2017

Suðræn stemnning á Þriðjudagsklassík

Það var sannkölluð suðræn og seiðandi stemning á tónleikum Hins íslenska gítartríós þriðjudaginn 3. október sl.í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund.
  • Séð yfir Garðabæ

Það var sannkölluð suðræn og seiðandi stemning á tónleikum Hins íslenska gítartríós þriðjudaginn 3. október sl.í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund.  Þeir Svanur Vilbergsson, Þórarinn Sigurbergsson og Þröstur Þorbjörnsson fóru á kostum í spilamennsku sinni í spænskum, brasilískum og íslenskum tónverkum. Fjölmenni var á tónleikunum og var gaman að sjá hve margir nemendur tónlistarskólans mættu og nutu gítarveislunnar. 

Síðustu tónleikar haustsins verða þriðjudaginn 7. nóvember nk. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.
Þar mun tónlistarhópurinn Camerarctica leika verk eftir Weber, Mozart og Glinka undir yfirskriftinni Léttleiki og dramatík.

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og kórstjóri.

Þriðjudagsklassík á facebook