26. sep. 2017

Lokanir vegna kvikmyndatöku og framkvæmda

Þriðjudaginn 26. september frá kl. 09:00-20:00 fer fram upptaka á kvikmynd í nokkrum götum Garðabæjar. Einhverjar lokanir verða vegna þessa á eftirfarandi götum: Garðatorgi, Kirkjulundi, Vífilsstaðavegi, Karlabraut, Hnoðraholtsbraut og Vetrarbraut.
  • Séð yfir Garðabæ

Kvikmyndataka á götum Garðabæjar 

Þriðjudaginn 26. september frá kl. 09:00-20:00 fer fram upptaka á kvikmynd í nokkrum götum Garðabæjar. Einhverjar lokanir verða vegna þessa á eftirfarandi götum: Garðatorgi, Kirkjulundi, Vífilsstaðavegi, Karlabraut, Hnoðraholtsbraut og Vetrarbraut.  Lokanir verða eingöngu stuttan tíma í einu (nokkrar mínútur í senn) og vonast er til þess að þetta valdi sem minnstum óþægindum og að sem minnstar tafir verði á umferð.  Tökur fara fram í samráði og með eftirliti lögreglu.  

Tímabundin lokun vegna framkvæmda við nýtt hringtorg

Vegna framkvæmda við hellulagningu gangbrauta við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar, Karlabrautar og Brúnaflatar verða gatnamótin við hringtorgið lokuð í norður við Karlabraut og í austur við Vífilsstaðaveg (í átt að Reykjanesbraut) fram á miðvikudagsmorgun 27. september.  Hjáleið er um Arnarnesveg.  Verktaki mun sjá til þess að vegamerkingar um lokanir séu skýrar.