22. sep. 2017

Nýjar merkingar á göngu- og hjólastíg í Sjálandshverfi

Fimmtudaginn 21. september sl. fór hópur nemenda úr Sjálandsskóla í stutta hjólaferð í nágrenni skólans ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Jónu Sæmundsdóttur formanni umhverfisnefndar bæjarins. Hjólaferðin var hluti af dagskrá Samgönguviku sem lýkur 22. september. Hjólað var um göngu- og hjólastíg sem liggur um Sjálandshverfið en þar hafa nokkri kaflar stígsins verið málaðir m.a. með rauðum fletum á nokkrum stöðum.
  • Séð yfir Garðabæ

Fimmtudaginn 21. september sl. fór hópur nemenda úr Sjálandsskóla í stutta hjólaferð í nágrenni skólans ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Jónu Sæmundsdóttur formanni umhverfisnefndar bæjarins.  Hjólaferðin var hluti af dagskrá Samgönguviku sem lýkur 22. september.  Hjólað var um göngu- og hjólastíg sem liggur um Sjálandshverfið en þar hafa nokkri kaflar stígsins verið málaðir m.a. með rauðum fletum á nokkrum stöðum. Um er að ræða tilraunaverkefni um hraðahindrandi aðgerðir á stígnum, þar sem ætlunin er að reyna draga úr hraða hjólreiðamanna sem eiga leið um stíginn og þá sérstaklega á þeim stöðum þar sem gengið er inn á stíginn úr hverfinu. Markmiðið er að bæði gangandi sem og hjólreiðamenn geta notið þess að vera öruggir á ferð sinni um stíginn.

Nemendur Sjálandsskóla stóðu sig með prýði í hjólatúrnum en að lokinni hjólaferð um stíginn var boðið upp á hressingu.  

Frítt í strætó föstudaginn 22. september

Íslensk sveitarfélög hafa undanfarin ár tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur undir yfirskriftinni ,,Evrópsk samgönguvika“.  Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks.  Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins má lesa nánar um verkefnið auk þess sem samgönguvika heldur líka úti fésbókarsíðu. Samgönguvikunni lýkur föstudaginn 22. september og þann dag verður frítt í strætó til að hvetja fólk að nýta sér þann samgöngumáta og skilja bílinn eftir heima.