Uppskeruhátíð skólagarðanna var haldin sl. laugardag
Laugardaginn 16. september var uppskeruhátíð skólagarða Garðabæjar haldin í mildu haustveðri.
Laugardaginn 16. september var uppskeruhátíð skólagarða Garðabæjar haldin í mildu haustveðri. Börn sem verið hafa með garð í skólagörðunum í sumar mættu ásamt fjölskyldum sínum og unnu saman að því að stinga kartöflur og grænmeti upp úr görðunum. Uppskera sumarsins var góð hjá flestum. Eldri borgurum í Garðabæ bauðst að leigja sér garð viku eftir að görðunum var úthlutað til barnanna og var ánægjulegt að nokkrir eldri borgarar nýttu sér þennan möguleika.
Starfsfólk skólagarðanna grilluðu pylsur á hátíðinni, heitt kaffi var á könnunni og börnin fengu viðurkenningarskjöl fyrir þáttöku í skólagörðunum í sumar. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá uppskeruhátíðinni.