18. sep. 2017

Lokanir á Vífilsstaðavegi vegna framkvæmda

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar/Brúarflatar eru komnar langt á veg. Þessa dagana er verið að vinna við hellulögn á gangbrautunum við hringtorgið á Vífilsstaðavegi. Á meðan á þeirri vinnu stendur verða miklar tafir á umferð um Vífilsstaðaveg þar sem loka þarf akreinum á meðan unnið er að hellulögninni.
  • Séð yfir Garðabæ

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar/Brúarflatar eru komnar langt á veg.  Þessa dagana er verið að vinna við hellulögn á gangbrautunum við hringtorgið á Vífilsstaðavegi.  Á meðan á þeirri vinnu stendur verða miklar tafir á umferð um Vífilsstaðaveg þar sem loka þarf akreinum á meðan unnið er að hellulögninni.  Hjáleiðir verða merktar eins og hægt er.  Til að létta á umferð á svæðinu er vegfarendum bent á að fara frekar um Arnarneshæð til að komast inn á Reykjanesbrautina.  Áætlað er að vinnan standi yfir næstu daga eða fram í næstu viku.

Lokanir á Vífilsstaðavegi - ein akrein í einu

Samkvæmt áætlun verktaka verður unnið í einni akrein í einu og lokunum því skipt í 4 hluta, sjá líka meðfylgjandi mynd með frétt.

1. Byrjað verður að loka á umferð sem kemur inn á hringtorgið frá vestri, en hjáleið verður um Bæjarbraut- Hofsstaðabraut – Karlabraut.
2. Næst verður lokað fyrir umferð út frá hringtorgi og í vestur inn Vífilsstaðaveg, hjáleið verður um Bæjarbraut – Hofsstaðabraut – Karlabraut.
3. Lokað verður fyrir umferð frá hringtorgi og í austur, hjáleið verður um Bæjarbraut – Arnarnesveg – Reykjanesbraut.
4. Lokað verður fyrir umferð frá Reykjanesbraut og inn Vífilsstaðaveg, hjáleið verður um Reykjanesbraut- Arnarnesveg – Bæjarbraut.