Garðabær tekur þátt í samgönguviku 2017
Garðabær tekur þátt í Evrópsku samgönguvikunni sem verður haldin 16.-22. september nk. Af því tilefni verður tilraunaverkefni um hraðahindrandi aðgerðir á göngu- og hjólastíg í Sjálandshverfinu kynnt formlega fimmtudaginn 21. september kl. 11.
Kynning á tilraunaverkefni í Sjálandi – fimmtud. 21. september kl. 11
Í lok sumars hafa glöggir vegfarendur tekið eftir því að nokkrir kaflar á stígnum hafa verið málaðir rauðir. Á næstu dögum er unnið að því að mála fleiri merkingar á stíginn. Með þessari tilraun er ætlunin að reyna draga úr hraða hjólreiðamanna sem eiga leið um stíginn og þá sérstaklega á þeim stöðum sem gengið er inn á stíginn úr hverfinu. Markmiðið er auðvitað að bæði gangandi sem og hjólreiðamenn geta notið þess að vera öruggir á ferð sinni um stíginn.Fimmtudaginn 21. september kl. 11 verður tilraunaverkefnið á göngustígnum við sjávarsíðuna í Sjálandshverfinu kynnt formlega með því að bjóða til hjólatúrs um stíginn frá Sjálandsskóla. Nemendur úr Sjálandsskóla ætla að hjóla stíginn ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra og Jónu Sæmundsdóttur formanni umhverfisnefndar Garðabæjar. Allir eru velkomnir að slást með í för.