12. sep. 2017

Haustgróðursetningar grunnskólanemenda

Í september hafa nemendur 4. bekk úr Álftanesskóla og Hofsstaðaskóla gróðursett birkiplöntur í landi Bessastaða. Plönturnar fá skólarnir úthlutað úr Yrkjusjóði sem frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti stofnaði.
  • Séð yfir Garðabæ

Í september hafa nemendur 4. bekk úr Álftanesskóla og Hofsstaðaskóla gróðursett birkiplöntur í landi Bessastaða. Plönturnar fá skólarnir úthlutað úr Yrkjusjóði sem frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti stofnaði. Gróðursett var í móa norðan við gróðurreit frá tíð Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrum forseta. 
Á vef Hofsstaðaskóla má sjá frétt og myndir þegar nemendur hjóluðu alla leið að Bessastöðum og tilbaka. 

Einnig mættu nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans í skógræktarsvæðið í Sandahlíð ofan Kjóavalla til að gróðursetja yrkjuplöntur. Hvert barn gróðursetti um tvær plöntur og fræddist í leiðinni um gróður og naut útiverunnar í góða haustveðrinu.

Yrkjuverkefnið er í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar sem útvegaði svæði til gróðursetninga og leiðbeindi nemendum og kennurum við gróðursetningarnar.