13. okt. 2014

Vinátta - þróunarverkefni gegn einelti

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert samstarfssamning við systrasamtökin Red Barnet í Danmörku og Mary Fonden um notkun námsefnisins Fri for Mobberi sem er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla. Leikskólinn Kirkjuból í Garðabæ er meðal sex leikskóla á Íslandi sem taka þátt í tilraunavinnu með verkefnið Vináttu veturinn 2014-2015.
  • Séð yfir Garðabæ

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert samstarfssamning við systrasamtökin Red Barnet í Danmörku og Mary Fonden um notkun námsefnisins Fri for Mobberi sem er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla. Barnaheill hafa þýtt, staðfært og framleitt það efni sem ætlað er leikskólum og hefur verkefnið hlotið nafnið Vinátta á íslensku.
Leikskólinn Kirkjuból í Garðabæ er meðal sex leikskóla á Íslandi sem taka þátt í tilraunavinnu með verkefnið Vináttu veturinn 2014-2015. Aðrir leikskólar sem taka þátt eru Álfaheiði í Kópavogi, Vesturkot í Hafnarfirði,  Leikskóli Seltjarnarness, Hlíð í Mosfellsbæ og Ugluklettur í Borgarbyggð. Stefnt er að því að bjóða fleiri leikskólum að taka þátt í verkefninu haustið 2015 og Barnaheill vinnur að því að afla fjár til að geta staðið straum að framleiðslu og dreifingu efnisins víðar.

Taska með fræðsluefni

Leikskólinn Kirkjuból fékk afhenta tösku með efni fyrir nemendur og kennnsluleiðbeiningum fyrir starfsfólk auk efnis til að nota með foreldrum.  Barnaheill fræðir og þjálfar starfsfólk í notkun efninsins á Kirkjubóli en árangur byggir einnig á viðleitni foreldra. 
Hvatt er til samtala og leikja með börnum sem byggja á gildum verkefnisins; umhyggju, virðingu, umburðarlyndi og hugrekki. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum, svo sem hlustun, umræðu og tjáningu í leik, jafnt úti sem inni. Í töskunni er bangsi, nuddprógramm, samræðuspjöld, klípusögur, leiðbeiningar um notkun og fróðleikur fyrir starfsfólk.  Bangsinn Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blæ fylgja litlir hjálparbangsar sem ætlaðir eru hverju barni sem tekur þátt í Vináttu. Blær og hjálparbangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra.

Á vefsíðu Kirkjubóls er hægt að sjá nánari upplýsingar um verkefnið og einnig á vef Barnaheilla