11. sep. 2017

Dale Carnegie námskeið í boði fyrir nemendur í 8.-10. bekk

Skráning stendur yfir á námskeið á vegum Dale Carnegie í Garðaskóla sem hefst 19. september. Námskeiðið er styrkt af Garðabæ og stendur öllum unglingum í Garðabæ í 8. - 10. bekk til boða.
  • Séð yfir Garðabæ

Þriðjudaginn 19. september hefst námskeið á vegum Dale Carnegie í Garðaskóla.  Námskeiðið er styrkt af mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar og stendur öllum unglingum í Garðabæ í 8. - 10. bekk til boða. Skráning er hafin í síma 555-7080 og þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar.  Hámarksfjöldi þátttakenda eru 32 og er skráningum hagað þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.  Hér að neðan eru nánari upplýsingar um námskeiðið.

Námskeiðið byggist upp á fimm meginmarkmiðum:

  •  Efla sjálfstraust
  • Bæta samskiptafærni
  • Styrkja tjáningarhæfileika
  • Efla leiðtogahæfileika
  • Auka jákvætt viðhorf og ná stjórn á kvíða/streitu.

Eftir námskeiðið segja þátttakendur að þeim gangi betur í skólanum, fái hærri einkunnir, séu jákvæðari, bjartsýnni á lífið, með meira sjálfstraust og sterkari sjálfsmynd.

Kostnaður við námskeiðið er 41.000 kr, námskeiðið kostar alla jafna 109.000 krónur.

Námskeiðið er í alls 9 skipti, einu sinni í viku í 3,5 klst í senn í 8 skipti.  Tveimur vikum eftir 8. tímann verður síðasti tíminn og verður hann í 2,5 klst.

Þess má geta að flestir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu meta námskeiðið upp á eina til tvær framhaldsskólaeiningar.

Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 19. september kl. 17:30 og verður haldið í félagsmiðstöðinni Garðalundi í Garðaskóla.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Dale Carnegie í síma 555-7080.