Hofsstaðaskóli er 40 ára
Hofsstaðaskóli er 40 ára í ár. Af því tilefni var haldin afmælishátíð í skólanum föstudaginn 1. september sl. en þá var hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og nemendur og starfsmenn gerðu sér glaðan dag.
-
Hofsstaðaskóli fagnaði 40 ára afmæli á árinu 2017
Hofsstaðaskóli er 40 ára í ár. Af því tilefni var haldin afmælishátíð í skólanum föstudaginn 1. september sl. en þá var hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og nemendur og starfsfólk gerðu sér glaðan dag. Afmæliskaffi var í öllum árgöngum s.k. Pálínuboð þar sem nemendur lögðu til veitingar. Bjarni töframaður kíkti í heimsókn og lék listir sínar og dansað var í samkomusal skólans. Í öllum bekkjum voru föndruð afmæliskort og farið í leiki og hópefli. Deginum lauk með myndatöku þar sem allir söfnuðust saman og mynduðu töluna 40 í tilefni dagsins.
Á vef Hofsstaðaskóla er hægt að sjá fleiri myndir frá afmælishátðinni.