8. sep. 2017

Þriðjudagsklassík í haust

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ hófst á ný þriðjudagskvöldið 5. september sl. með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Þá stigu á svið Sigurður Flosason saxófónleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari og fluttu dagskrá eftir tónskáldið Franz Schubert í eigin útsetningum.
  • Séð yfir Garðabæ

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ hófst á ný þriðjudagskvöldið 5. september sl. með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Þá stigu á svið Sigurður Flosason saxófónleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari og fluttu dagskrá eftir tónskáldið Franz Schubert í eigin útsetningum. Það var ágætis mæting og áhorfendur kunnu vel að meta flutning þeirra félaga. 

Á fésbókarsíðu Þriðjudagsklassíkur er hægt að fylgjast með tónleikaröðinni auk þess sem upplýsingar um næstu tónleika verða birtir í viðburðadagatalinu hér á vef Garðabæjar.  Það er menningar- og safnanefnd sem stendur að tónleikaröðinni og listrænn stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona og kórstjóri. 

Tónleikar í október og nóvember

Þriðjudagskvöldið 3. október er það Hið íslenska gítartríó sem býður tónleikagestum á suðrænar slóðir með tónlist spænska og suður-amerískra tónskálda. Á þriðju og síðustu tónleikum Þriðjudagsklassíkur, þriðjudaginn 7. nóvember spilar Kammerhópurinn Camerarctica verk eftir Glinka, Weber og Mozart en yfirskrift tónleikana er Léttleiki og dramatík. 

Þriðjudagsklassík á facebook