10. okt. 2014

Upplýsingar um loftmengun

Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð SO2 borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum. Undanfarna sólarhringa hefur borið á loftmengun á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa.
  • Séð yfir Garðabæ

Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð SO2 borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum.  Undanfarna sólarhringa hefur borið á loftmengun á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa.

Loftgæðamælingar á vef Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun fylgist með loftgæðum á nokkrum stöðum í landinu og á vef stofnunarinnar er hægt að skoða mælingarnar og velja þar loftgæðamælistöð næst viðkomandi stað.  Mælistöðvar næst Garðabæ eru í Kópavogi og Hafnarfirði og hægt að velja þær mælistöðvar hér á vef Umhverfisstofnunar: http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar  Athugið að velja brennisteinsdíoxíð (SO2) ef fleiri mengunarefni er mæld í stöðinni. 

Vefur Veðurstofunnar

Einnig eru gagnlegar upplýsingar fyrir íbúa á vef Veðurstofunnar og þar er hægt að fylgjast með dreifingu loftmengunar og fylgjast með fram eftir degi ef ástæða er til: http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/. Ef rennt er niður síðuna og smellt á „nýjustu keyrslu“ má fá mat á dreifingu loftmengunar u.þ.b. sólarhring fram í tímann.

Jafnframt hafa helstu fréttamiðlar landsins birt reglulega fréttir um hvar loftmengun er helst hverju sinni.  Fari styrkur brennisteinsdíoxíðs yfir 600, er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra.

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa jafnframt verið teknar saman leiðbeiningar um brennisteinsdíóxíð í andrúmslofti.